Sólarlönd
Váfuglinn - Un pódcast de Váfuglinn

Categorías:
Á Spáni er gott að djamma og djúsa söng þjóðskáld okkar Íslendinga, sem nú er því miður látinn. Þannig kjarnaði hann stemminguna sem ríkti, og ríkir enn, í kringum sólarlandaferðir þjóðarinnar. Butterfly hnífar, zippo kveikjarar, ódýr raftæki, adihash peysur og tráma - flestir hafa krækt sér í eitthvað af þessu á Spáni í sumarfríinu. Váfuglinn flýgur suður á bóginn og rennir augunum yfir sólarlandaferði þá og nú, rifjar upp góð augnablik á froðudiskóum og kroppar í gömul sálarsár. Hey!