Migos og menning í Mathöllinni
Váfuglinn - Un pódcast de Váfuglinn

Categorías:
Váfuglinn flaug í Höllina á tónleika með rappsveitinni Migos og tók út stemminguna. Hefðu þeir kannski heldur átt að spila í Mat(ar)höllinni á Hlemmi? Í ekkert-svo-fasta liðnum "Það er pube í b0rgerinn minn" var Mathöllin einmitt tekin fyrir miskunnar- og vægðarlaust. Váfuglinn rýndi líka í vandræðaganginn í kringum síkáta sjómannsvegginn en þar verða líklega allir götulistamenn landins mættir samtímis að spreyja andlitismyndir af ráðherrum á eftirlaunum. Að lokum skelltu Váfuglarnir sér svo í sérlega skemmtilegt og hámenningarlegt beikonpartí á Menningarnótt og snéru Subway Hjólinu™