Líkamshryllingur og skyrglíma?
Váfuglinn - Un pódcast de Váfuglinn

Categorías:
Váfuglinn kemur saman að nýju og vinnur úr uppsafnaðri heift með því að rífa í sig þá pólitísku spillingu sem gegnsýrir landið – eins og skyr. Ríkisstjórnin féll aðeins klukkustund eftir þær afhjúpanir sem þátturinn ber á borð. Við skoðum hópeflistilraunir ónefnds tískurisa og veltum fyrir okkur líkamshryllingi á samfélagsmiðlum. Að lokum tekur Váfuglinn sér varðstöðu um síðustu sjoppurnar í samfélagi mannanna. Hefur þig einhverntíman langað meira í eitthvað en nýjan Váfugl?