#41 - Halla Tómasdóttir
The Snorri Björns Podcast Show - Un pódcast de Snorri Björns

Categorías:
45 dögum fyrir forsetakosningarnar 2016, sama dag og hún mældist með 1% fylgi, varð Halla Tómasdóttir forseti í eigin lífi. Sama morgun og fyrstu kappræður forsetaframbjóðenda áttu sér stað mælist Halla með 2,5% fylgi en skilyrði fyrir þáttöku í kappræðunum var nákvæmlega 2,5% fylgi. Þetta þykir ansi áhugavert í ljósi þess að lokaniðurstöður kosninganna skiluðu Höllu 2. sæti í forsetaframboði með tæplega 30% atkvæða. Í dag er Halla búsett í New York og er forstjóri The B-Team, stofnað af Richard Branson og með stjórnarmenn á borð við Ariönnu Huffington. Fyrr á ferlinum starfaði hún við mannauðsmál og stjórnun hjá ekki minni fyrirtækjum en Pepsi og Mars í Bandraíkjunum, kom að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík, var framkvæmdastjóri viðskiptaráðs, stofnaði Auði Capital og hefur tekið virkan þátt í samtölum um loftlagsmál og jafnrétti í heimunum.