#27 Sölvi Tryggva - Álag og endurheimt
The Snorri Björns Podcast Show - Un pódcast de Snorri Björns

Categorías:
Sölvi Tryggvason þurfti að þola alvarlegan heilsubrest fyrir áratugi og hefur unnið sig í átt að bættri heilsu síðan þá. Hann gaf á dögunum út bókina “Á eigin skinni” þar sem hann fer yfir mjög víðtækar tilraunir á eigin hug og líkama til þess eins að líða betur. Mataræði, hreyfing, svefn, föstur, bætiefni, kuldaböð, hugleiðsla, öndunaræfingar, tenging við náttúru, og snjallsíma- og skjánotkun eru meðal viðfangsefni bókarinnar. Við áttum gott spjall um leiðir til þess að vinna í sjálfum sér og að betri útgáfu að sjálfum sér. Það vildi svo til að ég tók spjallið upp og ætla að deila því hér með ykkur í þessum þætti.