#70 Ofurskálin 2020 - Birgir Þór og Gunnar Ormslev

Spekingar Spjalla - Un pódcast de Podcaststöðin

Categorías:

Leikið verður um Ofurskálina LIV á sunndudaginn. Af því tilefni komu Birgir Þór Björnsson og Gunnar Ormslev til Spekinga og gera henni góð skil ásamt því að fara yfir NFL tímabilið. Birgir Þór hefur farið á kostum í vetur með Tíu Jarda hreyfingunni en Tíu Jardarnir verða með gleðskap ásamt Einherjum í Keiluhöllinni fyrir og með leiknum. Pub Quiz og með´því á boðstólnum og byrja herlegheitin kl. 22:00. Þá verður Matthías Tim úr TJ hreyfingunni með Pub Quiz á Aski Taproom á Egilsstöðum laugardaginn 1. febrúar kl. 21:00. Gunnar Ormslev þekkir leikinn inn út enda mun hann lýsa leiknum á Stöð 2 Sport og afgreiða það með sóma eins og aðrar íþróttalýsingar hans.