#5 Spekingar Special

Spekingar Spjalla - Un pódcast de Podcaststöðin - Jueves

Categorías:

Spekingar hafa vægast sagt staðið sig feikilega illa í að gefa út þætti að undanförnu. Eiga þeir ekkert skilið nema skömm í hatt sinn fyrir lélega frammistöðu á því sviði. Fullir iðrunar lofa þeir bót og betrun á komandi misserum og þekkjandi þá, er ekkert víst að það klikki. Í fimmta þætti sérstakrar seríu sem heitir Spekingar Special stikluðu Spekingar á málefnum líðandi stundar ásamt því að drepa niður fæti á mest áberandi, sætustu og litríkustu fréttum vikunnar. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi og 250 lita.