#4 Spekingar á krísutímum
Spekingar Spjalla - Un pódcast de Podcaststöðin

Categorías:
Á þessum síðustu og verstu hefur Gróa gamla á leiti verið ólseig að dreifa rógburði um óeiningu í röðum Spekinga. Kári Sigurðsson var jafnframt óþreytandi í tilraunum til að stía þeim í sundur í síðasta þætti sem vel á minnst var nr. 100. Hvort Gróa og Kári séu ein og sama manneskjan er erfitt að fullyrða um en enginn hefur þó séð þau tvö saman á sama tíma. Í ljósi atburða réðu Spekingar Capacent til að greina umræðuna og koma með tillögur að úrbótum og lausn í málinu. Eftir langa og stranga fundi kom í ljós að Spekingar voru allan tímann að ræða við skiptastjóra þrotabús Capacent. Þrátt fyrir yfirgripsmikla þekkingu skiptastjóra á gjaldþrotarétti hafði hann ekki hundsvit á krísustjórnun ófrægingarherferða líkt og þeim sem beinst hafa að Spekingum undanfarin misseri. Auralausir eftir reikning skiptastjóra, og kostnað við að lýsa þeirri kröfu í búið, leystu Spekingar málin upp á gamla mátann, með því að rífa upp gamla góða símtólið. Afraksturinn má heyra í þessari stuttu klippu sem útskýrir af hverju hlustendur eru snuðaðir um þátt þessa vikuna. Spekingar lofa bót og betrun á komandi tímum.