#123 Ásmundur Einar Daðason

Spekingar Spjalla - Un pódcast de Podcaststöðin - Jueves

Categorías:

Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra rekur smiðshöggið á seríu okkar þar sem við buðum frambjóðendum í spjall fyrir komandi kosningar. Ásmundur brennur fyrir félags- og barnamálin og hefur lagt ótrúlegt kapp á að bæta umgjörðina í málaflokkunum. Nú óskar hann eftir því að fá að halda því starfi áfram. Ásmundur færir sig nú úr Norðvesturkjördæmi yfir í Reykjavík norður og leiðir þar lista Framsóknarflokksins. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi.