Staða matvælaráðherra, staða Netanyahu og vandi fólks með offitu

Spegillinn - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Umboðsmaður alþingis birti á föstudag álit á reglugerð matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, um frestun á hvalveiðum síðasta sumar, þar sem hann segir þessa reglugerð ekki hafa átt sér nægilega skýra stoð í lögum og að ekki hafi verið gætt að kröfum stjórnsýsluréttar um að gæta meðalhófs, þegar hún var innleidd nánast daginn áður en veiðar áttu að hefjast. Umboðsmaður bendir í sínu áliti á að ráðherra hafi verið með dýravelferarsjónarmið í huga en lögin snúist ekki um dýravelferð - heldur verndun stofnsins og viðhald hans, og segir ráðherra ekki hafa horft til grundvallarreglna um atvinnurétt og atvinnufrelsi. Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, rýnir í stöðuna með Ævari Erni Jósepssyni. Baráttu Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels, við hæstarétt landsins er ekki lokið. Meirihluti dómaranna - naumur að vísu - samþykkti á nýársdag að synja lögum staðfestingar sem þingið samþykkti í fyrrasumar. Samkvæmt þeim á að draga úr eftirlitshlutverki hæstaréttar með lagasetningum þingsins. Þannig getur rétturinn fellt lög úr gildi ef hann telur að þau gangi gegn grunnlögunum svonefndu, sem koma í staðinn fyrir hefðbundna stjórnarskrá. Og þetta er ekki allt, eins og Ásgeir Tómasson fer yfir í Spegli dagsins. Ýmis búnaður á heilbrigðisstofnunum er óaðgengilegur fólki í ofþyngd. Dæmi eru um að fólk passi ekki í rúm, segulómtæki og hjólastóla. Það verður gjarnan til þess að sá hópur fólks veigrar sér við að leita eftir heilbrigðisþjónustu. Amanda Guðrún Bjarnadóttir fer yfir þetta mál með Helga Þór Leifssyni, framkvæmdastjóra klínískrar þjónustu á sjúkrahúsinu á Akureyri og Sólveigu SIgurðardóttur, formanni Samtaka fólks með offitu.