Seinni hálfleikur á þingi ASÍ, skjalamál og funhiti á Spáni

Spegillinn - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Innviðaráðherra segir viðbúið að finna verði nýtt húsnæði fyrir allt að 3 þúsund hælisleitendur á næstu misserum. Hann mælti í dag fyrir frumvarpi um að hægt verði að nota húsnæði sem ekki er ætlað til búsetu. Guðmundur Felix Grétarsson er nú á sterkum sterakúr til að geta haldið handleggjunum. Líkaminn gerði sig líklegan til að hafna útlimunum sem hann fékk grædda á sig fyrir tveimur árum. Þjóðskjalavörður segir enga hættu á að aðgengi almennings og fræðafólks að gögnum Borgarskjalasafns versni við flutning þeirra yfir í Þjóðskjalasafnið. Yfir fimmtíu hitamet hafa fallið á Spáni síðustu sólarhringa. Óvenju heitt er á Íberíuskaga miðað við árstíma. Íslenska karlalandsliðið í handbolta er öruggt með sæti á EM á næsta ári. ----- Seinni hluti ársþings ASÍ hófst í morgun. Fyrri hluti þingsins í október endaði í upplausn þar sem fulltrúar gengu út af þinginu og tveir frambjóðendur til forseta ASÍ drógu framboð sitt til baka á seinustu stundu. Mikil átök voru í forystu verkalýðshreyfingarinnar. Kristján Þórður Snæbjarnarson tók við sem forseti ASÍ í ágúst en hann hyggst ekki gefa kost á sér áfram og lætur hann af embætti að þingi loknu. Á morgun verður kosið í forystu sambandsins og miðstjórn. Bjarni Rúnarsson ræðir við Kristján Þórð. Meirihluti borgarstjórnar ákvað á dögunum að Borgarskjalasafni yrði lokað og Þjóðskjalasafni falinn allur safnkostur þess og framtíðarstarfsemi. Í þessari viku ákvað meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs svo að fylgja þessu fordæmi. Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður, segir lög kveða á um að það sé sveitarfélaganna að ákveða, hvort þau varðveiti sín skjöl sjálf eða feli Þjóðskjalasafninu það verkefni. Þar eru nú þegar varðveittir einir 45 hillukílómetrar af gögnum. Héraðsskjalasöfn landsins geyma um 20 hillukílómetra til viðbótar og þar af er um helmingurinn, 10 hillukílómetrar, varðveittur á Borgarskjalasafninu. Hrefna segir Þjóðskjalasafnið vel fært um að taka við þeim. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Hrefnu. Íbúum á sunnanverðu landinu hnykkti við, mörgum hverjum, þegar þeir litu út í morgun og sáu alhvíta jörð. Á snjómyndum á Facebook mátti sjá þykkt lag á bílum, útigrillum og trjám og runnum sem voru byrjuð að bruma. Einn birti mynd af snjóhrúgu og velti fyrir sér hvort vetrardekkin hans lægju þar undir. Smálægð sem fór yfir landið í gær og nótt olli ofankomunni, sem ekki hefur mælst jafn mikil á þessum árstíma síðan árið 1999. Á vef Veðurstofunnar sagði í hugleiðingu veðurfræðings í morgun að snjókoma eða slydda væri á sunnanverðu landinu með takmörkuðu eða lélegu skyggni og