Rýmingar, vantraust og landsliðsþjálfari rekinn

Spegillinn - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Spegillinn 30. mars 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Hús voru enn rýmd á Austfjörðum í dag vegna hættu á ofanflóðum. Hættustig er í gildi í Neskaupstað, á Seyðisfirði, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og Eskifirði. Fjöldi flóða hefur fallið í dag en ekki í byggð. Magni Hreinn Jónsson fagstjóri ofanflóða er á vakt hjá Veðurstofunni. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann og Óðin Svan Óðinsson fréttamann sem er í Neskaupstað. Vantrauststillaga á hendur Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra er eitt af mörgum óþægilegum málum fyrir Vinstri græn í ríkisstjórnarsamstarfinu segir Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur, samþykkt hefði jafngilt stjórnarslitum. Bjarni Rúnarsson talaði við hann. Stjórn Knattspyrnusambands Íslands sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfara upp störfum. Einar Örn Jónsson sagði frá og Hans Steinar Bjarnason talaði við Vöndu Sigurgeirsdóttur, formann KSÍ. Stéttarfélög á opinbera markaðnum hafa samið við ríki og borg um launahækkanir og kjarabætur. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir helsta markmið 12 mánaða samnings að verja kaupmáttinn. Helstu matvörukeðjur Svíþjóðar hafa boðað verðlækkun á ýmsum nauðsynjavörum eftir harða gagnrýni. Fjármálaráðherra landsins hafði áður boðað forstjóra fyrirtækjanna á sinn fund og krafist skýringa á verðhækkunum, sem eru langt umfram nágrannalönd. Alexander Kristjánsson sagði frá. Páskaeggin eru ódýrust í Bónus og Krónunni samkvæmt verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ. Dýrust eru þau í Heimkaup og Iceland. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir tók saman. --------- Vantrauststillaga á hendur Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra var felld á Alþingi í dag með 35 atkvæðum stjórnarliða gegn 22 atkvæðum stjórnarandstöðu. Einn greiddi ekki atkvæði. Bjarni Rúnarssorn ræddi við Ólaf Þ. Harðarson, stjórnmálafræðing um aðdraganda og afleiðingar vantrauststillögunnar. Brot úr viðtali Höskuldar Kára Schram við Jón. Héraðsdómur í Zürich í Sviss dæmdi í dag þrjá fyrrverandi yfirmenn í útibúi rússneska Gazprombankans í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekki kannað uppruna um það bil 50 milljóna svissneskra franka sem lagðir voru inn á reikning í bankanum á árunum 2014 til '16. Rússneskur sellóleikari og hljómsveitarstjóri, Sergei Roldugin, góðvinur Vladimírs Pútíns lagði peningana inn í bankanna. Ásgeir Tómasson sagði frá. Maria Nizzero, sérfræðingur í rannsókn á fjármálaglæpum við RUSI-hugveituna í Lundúnum, segir að dómurinn sæti tíðindum.