Ópíóíðafíkn, útrýming riðu, forseti ASÍ, kosningar í Tyrklandi

Spegillinn - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Spegillinn 28. Apríl 2023 Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson Tæknimaður Magnús Þorsteinn Magnússon Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra boðar að 170 milljónum króna verði veitt í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóíðafíknar. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur samþykkt tillögu yfirdýralæknis um breytta aðferð við að útrýma riðu. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að grípa til bráðaaðgerða til að tryggja ofanflóðavarnir á Patreksfirði. Guðlaugur Þ. Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir uppbyggingu hefðbundinna ofanflóðavarna um það bil hálfnaða. Markús Þórhallsson talaði við hann. Ekki er alveg skýrt hvað þurfi til, svo hægt sé að skikka íbúðareigendur í fjöleignarhúsum til þess að selja eign sína. Dómur sem nýlega var kveðinn upp sýnir að húsfélag getur rekið eiganda úr íbúð sinni. Róbert Jóhannsson talaði við Sigurð Orra Hafþórsson, lögmann Húseigendafélagsins. Nokkur óvissa ríkir um framtíð Kvennaathvarfsins á Akureyri. Dregið hefur verið úr þjónustu þar, sem Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra segir sorglegt. Amanda Guðrún Bjarnadóttir ræddi við hana. Bann við að afganskar konur starfi fyrir Sameinuðu þjóðirnar er félagslegt innanríkismál. Þetta er svar utanríkisráðuneytis Afganistan í dag við kröfu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að talíbanastjórnin láti af banninu. Markús Þórhallsson sagði frá. Hollenskum karlmanni á fimmtugsaldri var samkvæmt dómsúrskurði í morgun bannað að gefa meira sæði til sæðisbanka. Sæði mannsins er talið hafa verið notað til þess að búa til hátt í 600 börn með glasafrjóvgunum. Finnbjörn Hermannson svar sjálfkjörinn í embætti forseta ASÍ í dag. Hann segir í viðtali viðp Hauk Holm að segir að félagsmenn ætli að snúa bökum saman í komandi kjaraviðræðum. Tvísýnt er um að Erdogan Tyrklandsforseti verði endurkjörinn í forsetakosningum eftir 16 daga. Ásgeir Tómasson sagði frá. Samu Paukkunen, aðstoðarforstöðumaður finnsku alþjóðamálastofnunarinnar, segir umskiptin í afstöðu Finna til aðildar að NATO hafa verið hvort tveggja skjót og afgerandi. Ævar Örn Jósepsson ræddi við hann.