Löggjöf um sjávarútveg, aldinn utanríkisáðherra allur og slúður

Spegillinn - Un pódcast de RÚV

Categorías:

30. nóvember 2023 Drög að sjávarútvegsstefnu og frumvarpi að lögum um sjávarútveg hafa verið birt og hægt að senda inn umsagnir til 22. desember. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir stefnt að jafnvægi og samfélagssátt um greinina - ekki endilega sátt við alla í henni. Jón Björn Hákonarson formaður Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga telur að kominn sé tími á breytingar á almennum byggðakvóta, slíkt er lagt til í drögunum. Þjóðarleiðtogar um allan heim hafa minnst Henrys Kissingers, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann lést í gær, hundrað ára að aldri. Fólk sem verður fyrir barðinu á slúðri í litlum bæjarfélögum er tvöfalt líklegra en aðrir til að flytja á brott. Doktorsnemi við Háskólann á Akureyri segir einhleypar konur oft skotmark. Sumar þeirra láti lítið fyrir sér fara af ótta við drusluskömmun. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred