Heilandi hljómplata, álfasetur og hjónin á Illugastöðum
Sögur af landi - Un pódcast de RÚV
Categorías:
Við förum í þrjár heimsóknir í þættinum. Byrjum á að banka upp á hjá tónlistarkonunni Fanneyju Kristjáns Snjólaugardóttur sem nýverið gaf út sína aðra hljómplötu, því næst er ferðinni heitið á bæinn Arnarnes við utanverðan Eyjafjörð þar sem við hittum á Eygló Jóhannesdóttur en hún starfrækir þar gistiheimili og álfasetur. Að lokum bregðum við okkur að orlofsbyggðinni á Illugastöðum í Fnjóskadal og ræðum þar við hjónin Jón Þóri Óskarsson og Hlíf Guðmundsdóttir en þau hafa haft umsjón með orlofsbyggðinni frá því þau voru aðeins 19 ára gömul. Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirsdóttir, Ágúst Ólafsson og Þórgunnur Oddsdóttir. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir