Slaki Babarinn: Slönguspilið/Rauða myllan #5 - Jón Þór Ólafsson með Erpi Eyvindarsyni

Slaki Babarinn - Un pódcast de Slaki Babarinn

Categorías:

Fimmti hlaðvarpari Slaka Babarsins nöllar létt. Pírataþingmaðurinn Jón Þór Ólafsson hefur nýtt sér reynslu sína af slönguspileríi íslenskra stjórnmála til að hanna svæsið Þingmannaspil þar sem kafað er í fenjum Alþingis. Til að átta okkur á gangverki elsta samfellda þings heims rennum við í gegnum ýmis atriði. Vægi skítkasts og almannatengsla þegar valdamenn gubba í brók, frjálshyggjufantasíur, Samherja-hrollvekjur, frjálshygginn sósíalisma, larpið á þinginu, fullorðnun Pírata, að kjósa gegn Orkupakkanum og hvort persónukjör nýju Stjórnarskrárinnar komi í veg fyrir að við fáum alltaf lélegu molana í Quality Street dollunni. Teningunum er kastað!