Slaki Babarinn: (Slönguspil/Rauð mylla/Flórgoði) #6 Stefán Pálsson & Böl Brewery ásamt Erpi Eyvindar

Slaki Babarinn - Un pódcast de Slaki Babarinn

Categorías:

Sjötti hlaðvarpsþáttur Slaka Babarsins er tileinkaður bjórdeginum 1. mars, deginum þegar gylltu droparnir fengu fyrst að flæða löglegir um kverkar landsmanna. Andapabbi hins íslenska öls, sagnfræðifurstinn, Gettu betur goðsögnin, Morfís meistarinn, friðardúfan og baráttujálkurinn Stéfan Pálsson leggur leið sína til Slaka Babarsins ásamt fulltrúum eins nýjasta og ferskasta brugghússins, Böl Brewery. Hér er hitað upp í ylgrænum Tuborg og í kjölfarið tekin stíf stunga með þrefaldri skrúfu í öldurót skemmtilegustu afurða Böl. Ölbaðaðir svömlum við um bjórsögu Íslands, heimsmálin, friðarbaráttu Stefáns, öll vandræðulegu áfengisfrumvörp pabbastrákanna í SUS og kraftbrugg-pólitíkina almennt. Gríðarlegur föl-öl frá Böl flæðir um kverkar viðstaddra og það gefur á galeiðuna. Þetta er smábruggaður glussi, ekkert bjórlíki hér venör. Til hamingju með daginn kæru bjórbelgir!