Þjóðlegar jólahefðir, vættir, kvæði og jólatónar
Samfélagið - Un pódcast de RÚV
Categorías:
Við verðum á þjóðlegum nótum í þætti dagsins. Í morgun lagði ég leið mína upp í Þjóðminjasafn til að ræða við þjóðfræðinga um jólahefðir – um fáheyrða jólavætti og jólatóna. Núna klukkan 1 hefst málþing um þetta og fjöldi þjóðfræðinga halda þar erindi um ýmis efni, um dansa og jólaleiki, óvenjuleg jólakvæði, jólahrollvekjur og ýmislegt fleira. Og í lok þáttar ætlum við að heyra upptöku frá árinu 1949. Þar les Einar Ólafur Sveinsson þjóðsöguna af galdramönnunum í Vestmannaeyjum.
