Vextir, fjall, forsetinn, feminismi, landsbyggðir og sjúkrasaga

Rauða borðið - Un pódcast de Gunnar Smári Egilsson

Miðvikudagurinn 22. mars Ásgeir Brynjar Torfason kemur að Rauða borðinu og ræðir um vaxtahækkanir, verðbólgu og bankakrísu. Þá kemur Ögmundur Jónasson og ræðir um sölu á fjalli og gjaldtöku á náttúrunni. Íris Björk Ágústsdóttir og Aníta Sóley Scheving Þórðardóttir koma einnig og segja okkur frá áskorun til forsetans um að skrifa ekki undir ný útlendingalög. Margrét Pétursdóttir, Sara Stef. Hildar og María Pétursdóttir flytja okkur feminískar fréttir. Þóroddur Bjarnason kemur og talar um áhrif tækni og túrisma á byggðaþróun og loks fáum við að heyra sjúkrasögu Gunnhildar Hlöðversdóttur. Að venju förum við einnig yfir fréttir dagsins.