Synir Egils, 3. des - Pólitíkin, stéttabarátta, dánaraðstoð, fullveldi
Rauða borðið - Un pódcast de Gunnar Smári Egilsson

Sunnudagurinn 3. desember Pólitíkin, stéttabarátta, dánaraðstoð, fullveldi Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða helstu fréttir og pólitík við gesti. Að þessi sinni koma Atli Þór Fanndal framkvæmdastjóri Transparency International á Íslandi, Eva Heiða Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar pg ræða ástandið á þingi, í ríkisstjórn og í stéttabaráttunni. Lagt hefur verið fram frumvarp um dánaraðstoð. Í tilefni af því koma til okkur frá félaginu Lífsvirðingu þær Ingrid Kuhlman, leiðbeinandi og ráðgjafi og Sylviane Lecoultre iðjuþjálfi. Í lokin flytjum við viðtal við Guðna Th. Jóhannesson forseta um fullveldið í tilefni af fullveldisdeginum.