Rauða borðið - Stríð, sælukot, hommar & flóttafólk

Rauða borðið - Un pódcast de Gunnar Smári Egilsson

Að Rauða borðinu koma mæður barna í Sælukoti sem gagnrýna rekstur dagheimilisins, við ræðum áhrif stríðsins á daglegt líf fólks í Úkraínu, fjöllum um ásetning Jóns dómsmálaráðherra um að þrengja að réttindum hælisleitenda og veltum fyrir okkur hvort Jörundur hundadagakonungur hafi verið hommi. Auk þess förum við yfir fréttir dagsins, tökum dæmi af okrinu á Íslandi og segjum frá sköttum hinna ríku. Sem eru lægri hér en annars staðar.