Rauða borðið 12. maí - Trillusjómenn, spilling, fjölmiðlar, ofbeldi feðra, Me-dagurinn og heimþrá
Rauða borðið - Un pódcast de Gunnar Smári Egilsson

Mánudagur 12. maí Trillusjómenn, spilling, fjölmiðlar, ofbeldi feðra, Me-dagurinn og heimþrá Við hefjum Rauða borðið á spjalli Maríu Lilju við trillusjómenn sem voru fastir í landi vegna öldugangs í Faxaflóa. Hún kíkti um borð í Ríkey og ræddi við bræðurna um borð um daginn og sjóinn. Svo ræðir Björn Þorláks við Þorvald Logason spillingarfræðing um siðferðilegar meinsemdir líðandi stundar í þjóðfélaginu, um fjölmiðla og vaxandi ítök útgerðarinnar í upplýsingaheiminum, sölu Íslandsbanka og bankahrunið. Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir varði um daginn doktorsritgerð sína um feður sem beitt hafa ofbeldi. Hún kemur að Rauða borðinu og segir Gunnari Smára frá hvers hún varð vísari, veltir fyrir sér hvort ofbeldismenn geti breyst og hvernig samfélagið bregst við ofbeldinu og þeim sem beita því.Eyjólfur Eyvindsson mætir til Maríu Lilju og ræðir fréttir úr ríkjum sósíalismans. Þau fara á ferðalag um heiminn og ræða meðal annars nýtt bandalag Búrkína Fasó við Venesúela. Helga Edwardsdóttir, formaður ME félags Íslands og Stefanía Veiga Sigurjónsdóttir, flugfreyja og aðstandandi, ræða við Oddnýju Eir um ME á Íslandi í tilefni Alþjóðlegs dags ME vitundarvakningar. Æ fleiri glíma við langvarandi afleiðingar sýkinga og við þurfum að vera betur vakandi fyrir alvarlegum áhrifum þeirra á líf okkar. Jasmina Vajzovic sem fæddist í Bosníu en flutti ung til Íslands ræðir tilfinningar eins og heimþrá og ber saman kosti og galla landanna tveggja. Flókið getur verið að skilja táknkerfi Íslendinga, segir Jasmina. Björn Þorláks ræðir við hana í lok þáttar.