Palestína, pólitísk og efnahagsleg krísa

Rauða borðið - Un pódcast de Gunnar Smári Egilsson

Fimmtudagurinn 22. júní Palestína, pólitísk og efnahagsleg krísa Við förum yfir fréttir dagsins og ræðum síðan við Ásgeir Brynjar Torfason um efnahagslega vandann sem ráðherrarnir virðast vera að flýja með umræðum um nánast allt annað. Gengur það að reka ríkissjóð með miklum halla í bullandi góðæri og verðbólgu? Hvernig ætlar ríkisstjórn sem lítið hefur gert, að mæta til kjaraviðræðna í haust, þar sem allt er undir? Það verður fundur um Palestínu og Ísrael í Safnahúsinu á laugardaginn. Hjálmtýr Heiðdal formaður félagsins Ísland-Palestína kemur að Rauða borðinu og segir okkur frá átökum innan Ísrael, kúgun á Palestínumönnum og hvernig íslensk stjórnvöld ættu að bregðast við.