14. jan. -Loftslagsmál, Bárðarbunga, pólitík og íþróttir
Morgunútvarpið - Un pódcast de RÚV
Categorías:
Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamaður og mannfræðingur, verður gestur okkar í upphafi þáttar en hann skrifaði ítarlega úttekt á vef RÚV í gær þar sem spurt var hvort of margir erlendir leikmenn væru í íslenskum félagsliðum. Við ræðum um flugvöllinn og tilvist hans við Martin Swift og Margréti Möndu Jónsdóttur meðlimi í samtökunum Hljóðmörk. 2024 er hlýjasta ár síðan mælingar hófust. Það er enn fremur fyrsta árið þar sem meðalhiti er meira en 1,5° hærri en hann var fyrir iðnbyltingu. Anna Hulda Ólafsdóttir skrifstofustjóri loftslagsþjónustu og aðlögunar kemur til okkar. Í gær var greint frá því að tjón hefði orðið á yfir tuttugu bifreiðum vegna hola í höfuðborginni. Við ræðum þau mál við Árna Friðleifsson, aðalvarðstjóra í umferðardeild lögreglunnar. Kröftug jarðskjálftahrina hófst í Bárðarbungu upp úr klukkan 6 í morgun. Hrinan líkist þeim sem verða við kvikuinnskot að sögn náttúruvársérfræðings. Það sé þó erfitt að staðfesta það á þessum tímapunkti. Við tökum stöðuna með Magnúsi Tuma Guðmundssyni prófessor í jarðeðlisfræði. Guðmundur Jóhannsson, tæknispekúlant Morgunútvarpsins. Við ræðum stöðuna í stjórnmálunum við Örnu Láru Jónsdóttur, þingmann Samfylkingar, og Þorgrím Sigmundsson, þingmann Miðflokksins.