Mamma má ég sjá

Með Vitjanir á heilanum - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Æsispennandi lokaþáttur sem eflaust margir táruðust yfir. Ljóst verður í endurliti að andlát Margrétar bar þannig að að hún fékk sér banvænan skammt af gasi í lauginni í gleðskap ungmennanna fyrir þrjátíu árum og vaknaði ekki aftur. Jóhanna hefur ekki tekið lyfin sín lengi, af ótta við að missa sambandið við Margréti, og er komin í maníu. Ragnar er enn reiður út í Kristínu fyrir að hafa ekki sagst sér frá Lilju og Matti getur ekki talað við þá síðarnefndu eftir að hann komst að skyldleika þeirra. Þegar Jóhanna lætur sig hverfa er björgunarsveitin kölluð út og Kristín og Ragnar þurfa að vinna saman í von um að finna hana. Loks er rætt við leikstjóra Vitjana hana Evu Sigurðardóttur sem margir viðmælendur mínir hafa verið að mæra í þessu ferli öllu. Hún sagði mér frá einelti sem hún varð fyrir í grunnskóla, óvæntri dvöl í Tékklandi, barnaláni og auðvitað Vitjanaferlinu öllu sem er ekki endilega alveg lokið... Pétur G. Markan starfaði sem bæjarstjóri á Súðavík en er guðfræðimenntaður Biskupsritari. Sem bæjarstjóri var hann búsettur á stað þar sem skelfilega mannskætt snjóflóð féll, og þekkir það hvernig smærra samfélag stendur saman í sorginni þegar áfall verður eða missir. Hann ræðir um trúmál, draugagang og missi. Nick Cave sem missti son sinn, ber á góm og Pétur segir okkur hvernig hann tókst á við fráfall föður síns. Takk fyrir mig - þar til næst!