Einhvers staðar, einhvern tímann aftur

Með Vitjanir á heilanum - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Fyrsti þáttur sjónvarpsþáttanna Vitjanna var frumsýndur á RÚV á páskadag og það er strax komið fjör í leikinn. Við blasir nýr og krefjandi veruleiki í lífi Kristínar læknis og dóttur hennar Lilju sem eru nýfluttar í heimabæ Kristínar í Hólmafirði. Draugar fortíðar fara á stjá á fjölsóttum miðilsfundi, óuppgerð vandamál frá borginni elta þær uppi og gömul skot skjóta upp kollinum. Júlía Margrét ræddi við þær Kolbrúnu Önnu Björnsdóttur og Völu Þórsdóttur leikkonur og handritshöfunda sem skrifuðu þættina og fara báðar með hlutverk í þeim. Kristín Svava Tómasdóttir ljóðskáld og sagnfræðingur kíkti líka við og rakti sögu spíritista á Íslandi og við heyrum brot úr viðtali við Láru miðil, einn frægasta miðil Íslands, sem Matth[as Johannessen-tók við hana árið 1961.