Dansa þau vikivaka

Með Vitjanir á heilanum - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Kristín hefur í mörgu að snúast þegar hópur fólks sýnir sérkennileg sjúkdómseinkenni og grunur vaknar að fólkið sé með smitsjúkdóm. Á sama tíma berst Ragnar við tilfinningar sínar í garð Kristínar. Sara Dögg Ásgeirsdóttir fer með hlutverk Kristínar í Vitjunum. Hún kíkti við og sagði frá kynnunum við Kristínu, rómansinum á milli Kristínar og Ragnars, leitinni að sjálfinu og hvernig hún uppgötvaði leikkonuna í sér þegar hún dansaði á torgi sem barn. Þættirnir gerast í Hólmafirði en eru teknir upp í Grundarfirði. Helga Braga fer með hlutverk bæjarstjórans í Hólmafirði sem mætir í sóttvarnarhúsið með kleinur, og heldur ræðu í afmælisveislunni. Bæjarstjórinn í Grundarfirði, Björg Ágústsdóttir, rifjar það upp hvernig það var að taka á móti aðstandendum þátttanna þegar þeir voru teknir upp í bænum. Hún kíkti við og sagði frá smábæjarlífinu í Grundarfirði og að hvaða leyti Hólmafjörður og Grundarfjörður eru líkir staðir. Að lokum kíkti Guðmundur Gunnarsson við, fréttastjóri Markaðarins og fyrrum bæjarstjóri Ísafjarðar, en hann lítur fyrst og fremst á sig sem Vestfirðing. Hann er alinn upp í Bolungarvík, fluttist burt um tvítugt en sneri aftur á Vestfirði til að taka við embætti bæjarstjóra en hraktist þaðan eftir tæp tvö ár hans í starfi eftir leiðindamóral sem hann upplifði í bænum. Hann segir frá þessari reynslu, hvernig smábæjarstemningin sem birtist í Vitjunum getur haft sínar dökku hliðar.