Bolludagur, Sprengidagur og Öskudagur
Já OK - Un pódcast de Fjölnir Gísla & Vilhelm Neto - Miercoles

Categorías:
Á bolludegi fer ég með bolluvönd á kreik. Mér alltaf þykir gaman að iðka þennan leik. Ég bolla og bolla á bossann á þér fast ég slæ bolla og bolla og bollu í laun ég fæ. Já bragðgóðar eru bollurnar, bollurnar, bollurnar, já bragðgóðar eru bollurnar, húllum hæ. Á sprengidegi er bumban að springa hreint á mér. Því magnið er ei smátt sem í magann á mér fer. Af salkjöti og baunum ég saðningu í magann fæ. Af salkjöti og baunum ég saddur er og hlæ. Já bragðgóðar eru baunirnar, baunirnar, baunirnar já bragðgóðar eru baunirnar, húllum hæ. Á öskudegi fer ég með öskupoka af stað. Og elti menn og konur sem ekkert vita um það. Hengi svo poka á hinn og þennan sem ég næ lauma á poka, læðist burt og hlæ. Svo dingla þeir þarna pokarnir, pokarnir, pokarnir svo dingla þeir þarna pokarnir, húllum hæ.