60. Near death experience

Já elskan - Un pódcast de jaelskanpodcast

Þetta er fyrsti þátturinn í þriggja þátta seríu um líf eftir dauðann. Near death experience eða nærri dauða upplifun er þegar fólk fer á annað tilverustig á meðan hjartað þeirra er stopp. Þú flýtur út úr líkamanum þínum og horfir niður á þig á meðan læknar reyna að hnoða þig til lífs. Það gætu komið til þín fráliðnir ættingjar eða þú getur séð stórkostlegar verur sem uppljóstra leyndarmálum heimsins. Því næst sérð þú göng og á hinum endanum skært hvítt ljós. Það er eitthvað á hinum endanum sem dregur þig að því og skyndilega opnaru augun. Þú ert komin aftur í líkamann þinn. Í næstu viku fáum við til okkar mann í viðtal sem að segir okkur frá þessu betur.

Visit the podcast's native language site