40. Berklar á Íslandi

Já elskan - Un pódcast de jaelskanpodcast

María Pálsdóttir segir okkur frá sögu berkla á Íslandi og Berklahælinu á Kristnesi. Eins og segir á heimasíðu Hælisins: "Á Kristnesi var reist berklahæli árið 1927 en þá geysuðu berklar, lífshættulegur smitsjúkdómur og lagðist hann sér i lagi á ungt fólk sem var þá tekið úr umferð og einangrað á berklahælum. Engin lyf voru til við berklum og komu ekki á markað fyrr en um miðja öldina. HÆLIÐ segir sögur af missi, sorg, einangrun og örvæntingu en ekki síður von, æðruleysi, lífsþorsta og rómantík.” www.haelid.is  Í þættinum kemur fram frumsamin tónlist eftir Bigga Hilmars. Tónlistin var samin fyrir Tæringu, leiksýning sem var sett upp á Hælinu og hana er að finna á heimasíðunni hans biggihilmars.com

Visit the podcast's native language site