Viðtal við Emil Pálsson - 12. nóvember

Íþróttavarp RÚV - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Fótboltamaðurinn Emil Pálsson hefur verið mikið í fréttum að undanförnu. Emil sem hefur leikið sem atvinnumaður í Noregi frá 2018 hné niður í leik Sogndal og Stjördals-Blink mánudaginn 1. nóvember og fór í hjartastopp. Hröð viðbrögð á vellinum björguðu lífi Emils, því hann var endurlífgaður á vellinum og var svo flogið með þyrlu á sjúkrahúsið í Bergen þar sem hann lá svo í átta daga. Emil er nú kominn heim og við settumst niður með honum og ræddum atburði síðustu daga.