HM í handbolta - Henry Birgir Gunnarsson
Íþróttavarp RÚV - Un pódcast de RÚV
Categorías:
Tapið fyrir Ungverjum í gær svíður sárt. Það þýðir þó ekkert að gefast upp, enda nóg eftir af mótinu og enn vel hægt að komast í 8-liða úrslit. Henry Birgir Gunnarsson íþróttafréttamaður hjá Vísi og Stöð 2 var gestur Íþróttavarpsins í dag og fór yfir sviðið með okkur. Henry hefur farið á annan tug stórmóta. En þar sem tapið í gær svíður svona mikið ákváðum við að snúa hnífnum í sárinu og rifjuðum upp sárustu töp íslenska landsliðsins á stórmótum í gegnum tíðina. Umsjón: Einar Örn Jónsson og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson