EM í handbolta - Óskar Bjarni Óskarsson

Íþróttavarp RÚV - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Óskar Bjarni Óskarsson sem var aðstoðarlandsliðsþjálfari Guðmundar Guðmundssonar á árunum 2008 til 2012 þegar silfrið í Peking vannst og bronsið í Austurríki var gestur Íþróttavarpsins í dag. Óskar Bjarni var líka aðstoðarlandsliðsþjálfari hjá Geir Sveinssyni 2016-2018 og þekkir vel til landsliðsins, auk þess að hafa þjálfað flesta leikmenn liðsins. Hann fór yfir sigurinn á Hollandi í gærkvöld, rýndi í leikinn framundan við Ungverjaland og rifjaði upp ýmislegt frá sínum tíma með landsliðinu. Þá lenti Óskar í spurningakeppni um ættar- og makatengsl landsliðsmanna. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og Gunnar Birgisson.