Tencent og kínversku tæknirisarnir

Í austurvegi - Un pódcast de Konfúsíusarstofnunin Norðurljós

Categorías:

Kína er gríðarstórt land með mismunandi svæði, menningarheima og tungumál á hverju strái þar sem samkeppni er gríðarleg vegna mannfjöldans á hverjum stað. Í Bandaríkjunum eru mörg fyrirtæki sem sinna sínum sviðum innan markaðarins eins og Youtube, Facebook, Discord, Instagram, Netflix og Twitter, af hverju er bara eitt fyrirtæki í Kína sem sinnir öllum þessum hlutverkum og hefur fengið að vaxa ótrautt áfram í öll þessi ár? Tencent er svoleiðis fyrirtæki eða nokkurskonar samblanda af öllu sem hér er áður nefnt. Skýringin á því er einföld en mun líklegast koma flestum hlustendum á óvart því það vinnur á móti skilning flestra þegar það kemur að Kína nútímans.