Song Meiling - 宋美龄
Í austurvegi - Un pódcast de Konfúsíusarstofnunin Norðurljós
Categorías:
Hún Song Meiling var eitt sinn þekkt fyrir að vera moldrík, gullfalleg og einstaklega valdamikil. Hún var eiginkona herforingjans og einræðisherrans Chiang Kai Shek og gengdi hún mikilvægu hlutverki við hlið hans sem túlkur kínversku þjóðarinnar á tímum seinni heimstyrjaldarinnar. Sumir sagnfræðingar benda á að hún hafi verið ein valdamesta konan 20. aldarinnar og í þessari viku rennum við yfir líf hennar og afrek.