Song-keisaraveldið 宋朝
Í austurvegi - Un pódcast de Konfúsíusarstofnunin Norðurljós
Categorías:
Song-keisaraveldið var við völd á miðöldum í Kína og var þessi tími sem sá miklar framfarir í efnahagssögu kínversku keisaraveldanna. Þetta var mikil blómatíð bæði í listum og iðnaði ásamt því að fólk fór að safna meiri auð en það í raun þurfti til þess að lifa af frá degi til dags. Út af þeirri ástæðu hafði almenningur meiri tíma til þess að hugsa um aðra hluti eins og að njóta matlistargerðar, hlusta á tónlist, fylgja tískubylgjum, mála málverk og yrkja ljóð svo dæmi séu nefnd.