Þorgerður Anna Björnsdóttir - Samskiptasaga Kína og Íslands
Í austurvegi - Un pódcast de Konfúsíusarstofnunin Norðurljós
Categorías:
Viðmælandi þáttarins að þessu sinni er Þorgerður Anna Björnsdóttir kínverskufræðingur en hún vinnur nú í því að skrifa samskiptasögu Íslands og Kína. Frá því að fyrsti Íslendingurinn sem vitað er um að hafi komið til Kína, með dönsku kaupfari á 18. öld, steig þar á land hafa Íslendingar farið þangað í ýmsum erindagjörðum gegnum tíðina. Margt áhugavert hefur komið upp úr kafinu þegar þessi saga hefur verið skoðuð og leynast þræðir á milli landanna víðar en mann grunar. Í viðtalinu fer Þorgerður Anna yfir margt áhugavert sem hefur rekið á fjörur hennar síðan hún hóf þessa vinnu.