Libai & Dufu 李白&杜甫
Í austurvegi - Un pódcast de Konfúsíusarstofnunin Norðurljós
Categorías:
Í þætti vikunnar fjöllum við um félagana Libai 李白 og Dufu 杜甫 en þeir eru tveir af merkustu skáldum kínversku menningarsögunnar. Libai er þekktur fyrir afslappaða og mjög svo daóíska ljóðlist þar sem megin hugmyndir ljóðanna fjalla um tunglið, náttúruna, vináttu og mikilvægi þess að fá sér í tánna af og til. Dufu var raunsærri í verkum sínum en í gegnum ljóð hans getur maður fengið innsýn inn í heim alþýðunnar á tímum Tang-keisaraveldisins. Báðir voru þeir miklir ævintýramenn með áhugaverða sögu að baki.