Land drekans - Kína

Í austurvegi - Un pódcast de Konfúsíusarstofnunin Norðurljós - Jueves

Categorías:

Kína er oft á tíðum nefnt land drekans. Teikningar af kínverska drekanum hafa sín sérkenni þar sem hann hlykkjast langur og skrautlegur um himinhvolfið. Segja má að í Kína sé bókstaflega allt tengt drekanum, landið, hafið, náttúruöflin og þjóðin. Því er ekki um einn dreka að ræða, heldur marga, og þeir skiptast í mismunandi flokka. Þannig finnast tilvísanir milli raunverulegra aðstæðna og eiginleika þessara dreka hvarvetna. Höfundur pistilsins er Steingrímur Þorbjarnarson sem einnig les upp.