Kínversk læknislist 中医

Í austurvegi - Un pódcast de Konfúsíusarstofnunin Norðurljós - Jueves

Categorías:

Í þættinum er fjallað um kínverska læknislist og hvers vegna hún er að ýmsu leyti jafn hátt skrifuð og hin vestrænu læknavísindi í Kína. Í kínverskum sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum finnast tvenns konar lyfjageymslur, bæði fyrir vestræn lyf og kínversk. Þar ríkir ekki sama skipting og við eigum að venjast í hefðbundnar og óhefðbundnar lækningar. Kínversku jurtalækningarnar, taiji-æfingar, nuddmeðferðir og nálastunga hafa sinn sess sem annar af tveimur helstu möguleikum fyrir meðferðir á hvers kyns sjúkleika. Höfundur pistilsins er Steingrímur Þorbjarnarson sem einnig les upp.