Hvað er kínverska?

Í austurvegi - Un pódcast de Konfúsíusarstofnunin Norðurljós

Categorías:

Kínversk tungumál eru fjölmörg, hver staður í Kína á sína eigin tegund af kínversku máli og sumstaðar er munurinn svo mikill að kínverskt fólk á jafnvel í erfiðleikum með að tjá sig á ferðalagi um eigið heimaland. Það er gjarnan djókað og sagt að mállýska með sjóher kallast tungumál en restin bara mállýska. Þegar talað er um tungumál og mállýskur í Kína nútímans er hefð fyrir því að mandarín kínverska sé talin vera tungumál á meðan öll hin tungumálin séu mállýskur við hlið þess. Það er hinsvegar ekki beint rétt þar sem kínverskt samfélag er fjöltyngt samfélag með mörg tungumál og því óþarfi að gera lítið úr því. Í þætti vikunnar rennum við yfir kínverskt mál og fjölbreytileika þess.