Saga Japans – 19. þáttur: Maðurinn sem elskaði ást
Hlaðvarp Heimildarinnar - Un pódcast de Heimildin
Ariwara No Narihira var afkomandi tveggja keisara en þó einungis minniháttar embættismaður, fylgdarmaður í liði prins sem tapað hafði í valdabaráttunni og yngstur fimm bræðra sem flestir nutu meiri frama en hann. Engu að síður lifa sögurnar um Narihira áfram, enda sumar þeirra mögulega með mestu hneykslismálum síns tíma. Svaf Narihira hjá bæði systur keisarans og eiginkonu, og var hann mögulega hinn raunsanni faðir krónprinsins?
