173 - Tvö ár síðan heimsmyndin breyttist og staða bænda í Evrópu

Heimskviður - Un pódcast de RÚV - Sabados

Categorías:

Í dag eru tvö ár liðin frá því innrás Rússa hófst af fullum þunga inn í Úkraínu. Innrás sem mörg óttuðust að væri yfirvofandi en kom þó flestum í opna skjöldu. Við heyrum í Úkraínumönnum og þeim sem hafa sagt fréttir af þessu stríði auk þess sem Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir okkur frá stöðunni á vígvellinum. Flest eru sammála um að gengi Úkraínu standi og falli með stuðningi Vesturlanda svo við spáum aðeins í framtíð þess stuðnings, sem hefur dalað undanfarið. Í síðari hluta þáttarins beinum við kastljósinu að stöðu bænda í Evrópu, sem hafa mótmælt kröftuglega undafarið. Þeir hafa truflað samgöngur í helstu borgum með því að leggja dráttarvélum sínum við fjölfarnar götur, til ama og jafnvel tjóns fyrir borgarana. Óánægja þeirra beinist að ýmsu, en mest að tilskipunum Evrópusambandsins og stjórnvalda í Evrópu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í landbúnaði. Hallgrímur Indriðason rýnir nánar í ýmsar hliðar málsins og afleiðingar,