157| Blaðamenn í hættu á afmæli Pútíns og áhrif verkfalla í Hollywood

Heimskviður - Un pódcast de RÚV - Sabados

Categorías:

Eftir innrásina í Úkraínu hefur verið hert enn frekar að fjölmiðlafrelsi í Rússlandi og í sérstakri hættu eru þeir sem fjalla um hernað Rússlandshers í Úkraínu. Allir stærstu sjálfstætt starfandi fjölmiðlarnir hafa flutt starfsemi sína úr landi. Dagný Hulda ræddi við rússnesku fréttakonuna Sofiu Rusova, sem einnig er formaður stéttarfélags blaðamanna og starfsmanna fjölmiðla. Hún leiðir okkur í allan sannleika um fjölmiðlalandslagið þarna, sem er ekki nýtt af nálinni. Það var til tæmis tekið hart á þeim blaðamönnum sem fjölluðu um hernað Rússa í Tétsníu um síðustu aldamót. Sex blaðamenn eins stærsta dagblaðs landsins hafa verið myrtir. Og ein þeirra var Anna Politkovskaya sem var skotin til bana við heimili sitt í Moskvu þennan dag, 7. október, fyrir sautján árum. Dagurinn sem er einnig afmælisdagur Vladimírs Pútíns. Næstum fimm mánaða verkfalli handritshöfunda í kvikmyndum og sjónvarpið er nýlokið og náðu þeir ýmsum umbótum fram. Umbæturnar voru til að bregðast við breytingum sem hafa átt sér stað í dreifingu efnisins. En samningurinn er líklegur til að hafa mun víðtækari áhrif og jafnvel umbylta því umhverfi sem kvikmyndir og sjónvarpsefni eru framleidd í núna. Hallgrímur Indriðason skoðar þetta með aðstoð Sigurjóns Sighvatssonar, sem lengi var framleiðandi í Hollywood. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.