Viktor Kravténko og andstæðurnar
Frjálsar hendur - Un pódcast de RÚV - Lunes

Categorías:
Árið 1931 er Úkraínumaðurinn Viktor Kravténko kominn til Moskvu til að bera ráðamönnum kvartanir um hörmulegt ástand á heimaslóðum. Hann hittir ráðherrann Ordsjónikidze og hinn víðfræga Búkharin, sem taka honum fagnandi en um leið finnur hann á eigin skinni hve auðvelt er að láta ginnast af valdi og velsældum ráðamanna. En heima hjá foreldrum hans er komin munaðarlaus stúlka sem kippir honum niður á jörðina. Umsjón: Illugi Jökulsson.