Síðasta skip suður 2
Frjálsar hendur - Un pódcast de RÚV - Lunes

Categorías:
Vegna fjölda áskorenda verður hér litið öðru sinni í bókina Síðasta skip suður eftir Jökul Jakobsson og Baltasar sem út kom fyrir 60 árum og fjallar um mannlíf og samfélag í Flatey og á fleiri Breiðafjarðareyjum. Hér segir frá selveiðum og búskap í Flatey og síðan rifjaðar upp minningar um ýmsa mektarmenn í Flatey á 19. öld - Ólaf Sívertsen, Eirík Kúld, Brynjólf Benedictsen og Matthías Jochumsson. Umsjón: Illugi Jökulsson.