Hásetinn Richard Henry Dana Jr.
Frjálsar hendur - Un pódcast de RÚV - Lunes

Categorías:
Illugi Jökulsson les úr bók eftir bandaríska rithöfundinn Richard Henry Dana, sem fæddist í Cambridge í Massachusetts árið 1815. Hann réð sig sem óbreyttur háseti á flutningaskipi sem sigldi fyrir Hornhöfða, syðsta odda Suður-Ameríku til Kaliforníu. Hann skrifaði bókina Two Years Before The Mast, þar sem hann lýsir þvi sem fyrir hann bar. Í maí 1836 lagði hann af stað á öðru skipi til baka, sem hét Alert. Lýsingar Dana eru magnaðar, einkum af því þegar Alert reynir vikum saman að ná fyrir Hornhöfða í illviðrum og hafís um hávetur.