Freysi á heimavelli - Hvernig er líf íslenska þjálfarans í Bergen?

Fotbolti.net - Un pódcast de Fotbolti.net

Categorías:

Fréttamaður Fótbolta.net er kominn til Bergen í Noregi og fyrsta verk á dagskrá var að hitta Frey Alexandersson, þjálfara Brann, og ræða við hann um líf þjálfarans í Bergen - þessari fallegu borg. Það er óhætt að segja að Brann er flaggskip borgarinnar og hér halda allir og ömmur þeirra með félaginu. Í þessu langa spjalli fer Freyr yfir fyrstu mánuðina hjá Brann og lífið hér í borginni. Hann er ekki enn búinn að koma sér almennilega fyrir en það kemur með tímanum. Það var svo gott veður í Bergen í dag að ákveðið var að sitja úti. Freyr var í sínu sæti á varamannabekknum, á heimavelli. Virkilega skemmtilegt spjall sem óhætt að mæla með fyrir alla fótboltaáhugamenn.