#256 Polybius: Hættulegasti tölvuleikur sögunnar?
Draugar fortíðar - Un pódcast de Hljóðkirkjan - Miercoles

Categorías:
Í byrjun níunda áratugar varð vart undarlegrar vænisýki sem breyddist frá úthverfum Bandaríkjanna og var skyndilega á allra vörum. Það var hið svokallaða "Satanic Panic" sem sumir telja undanfara QAnon. Hræðslan beindist öll inn á við. Kenningar flugu um að Dungeons og Dragons hlutverkaspilið væri verkfæri Satans. Tölvuleikir voru að sækja í sig veðrið á þessum tíma og spilasalir spruttu upp. Hræðslan beindist einnig að þeim en þó virtust hörðustu samsæriskenningasmiðir sammála um að þarna væri Satan saklaus. Í gegnum tölvuleiki var það ríkisstjórnin eða leyniþjónustan sem stjórnaði. Allra alræmdasti leikurinn er án nokkurs efa Polybius. Finndu þér miða á túrinn okkar um landið hér.Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunumUmræðuhópur Drauganna á Facebook