Sprengisandur 17.08.2025 - Viðtöl þáttarins
Bylgjan - Un pódcast de Bylgjan

Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin. Í þessum þætti: Innflytjendamál Sabine Leskopf borgarfulltrúi Sabine fjallar um innflytjendamál, sjálf innflytjandi og hefur unnið mikið í þessum málaflokki í gegnum tíðina. Hún telur sig verða vara við aukna andúð í garð innflytjenda hér á landi, bæði opinberlega og óopinberlega, hvaðan svo sem þeir koma. Alþjóðamál Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra í Moskvu og Washington og Jón Ólafsson, prófessor, Albert og Jón fjalla um fund Trumps og Pútíns í Alaska, áhrif hans og spá i framhaldið. Sjókvíaeldi Elvar Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxa og Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri Arctic Fish.Elvar og Daníel ræða sjókvíaeldi í ljósi nýrra frétta af eldislaxi sem fundist hefur í Haukadalsá. Laxarnir hafa reynst mun færri en ætlað var í fyrstu en veiðimenn telja engu að síður sjókvíaeldið stórkostlega varasamt fyrir lífríkið. Innviðauppbygging Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra Eyjólfur ræðir uppbyggingu Innviðasjóðs sem ætlað er að fjármagna stórar framkvæmdir á Íslandi og borga þannig inná margrædda innviðaskuld. Hann ræðir líka stöðuna á leigubílamarkaði.